Allt að taka á sig mynd...

Jæja, núna eru hlutirnir byrjaðir að taka á sig einhverja mynd hjá okkur.

Ég hætti að vinna um næstu mánaðarmót og á sama tíma styttist leikskólinn hjá Ástrós Erlu um 3 klukkutíma á dag. Ég sé enga ástæðu til að vera að borga fyrir vistun í 9 1/2 tíma á dag þegar ég verð heima. Svo frá og með 1. desember verður hún í leikskólanum frá kl 8.30 til 15.00.
Restina af deginum munum við svo nota til að dúlla okkur saman við bakstur og svoleiðis skemmtilegheit Wink

Annars munu dagar mínir fara í það að pakka niður því sem hægt er að pakka niður yfirfram, þrífa alla fataskápa og undirbúa jólin.
Við ætlum að skila af okkur íbúðinni milli jóla og nýárs og því verða jólin okkar með örlítið öðru sniði í ár heldur en áður. Jólaljósin fara til dæmis upp núna um næstu helgi 14. eða 15. nóvember og helgina á eftir verður jólaskreytt meira og líklega byrjað að baka.
Ástrós Erla fær jólin sín, en bara svolítið snemma út af aðstæðunum og henni finnst það ekkert verra Tounge

Við tókum þá ákvörðun að fara ekki úr landi fyrr en eftir áramótin. Leyfa Ástrós Erlu að taka þátt í jólaprógramminu á leikskólanum og eins í ballettinum. Og síðast en ekki síst, að leyfa henni (og okkur) að eiga síðustu jólin í bili með fjölskyldunni. Henni hlakkar orðið mikið til jólanna og hún bíður spennt eftir því að við setjum upp jólaljósin Whistling

Viðar hefur verið sá sem hefur átt erfiðast með þessa breytingar, þó hann hafi verið upphafsmaðurinn af þeim. Hann er náttúrulega í vinnu sem hann elskar og hefur gaman af og hann er búinn að vinna hjá Icelandair í 10+ ár!!! Svo þetta hefur síður en svo verið auðvelt fyrir hann en hann sagði loksins endanlega upp í gærkvöldi. Hann var búinn að ræða þessar breytingar tvisvar við sinn yfirmann þannig að hann vissi hvað væri í gangi en það er alltaf erfiðast að segja upp.

Jæja, ég læt þetta duga í bili.
Hulda.


Ár frá bankahruninu...

Og hérna má sjá allt ferlið í kringum hrunið:
http://www.mbl.is/mm/frettir/serefni/bankahrun/

 


Og enn er planað...

Við liggjum mikið yfir netinu þessa dagana og skoðum húsnæði, vinnur og pælum fram og til baka.
Sú hugsun hefur meira að segja hvarflað að okkur að flytja ekki á svæðið í kringum Osló heldur flytja til suður Noregs, á gamlar slóðir, eða svona næstum því.

Nina vinkona mín og Jann maðurinn hennar eru tilbúin að leyfa okkur að vera hjá sér ef á þarf að halda en við vonum nú að ekki komi til þess. Annars eru þau líka tilbúin til að hjálpa okkur að finna húsnæði og fara jafnvel og skoða fyrir okkur. Það er mjög gott að hafa einhvern sem getur hjálpað manni svona svo við erum mjög heppin.

Annars er mamma að fara til Noregs í dag. Hún ætlar að heimsækja vinkonu sína í suður Noregi. Í leiðinni ætlar hún að koma við hjá NAV, sem er norska vinnumálastofnunin. Þar ætlar hún að tala við fólk og skilja eftir starfsferilsskrárnar okkar Viðars. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég sendi hana líka með slatta af kortum sem ég hef verið að gera og hún ætlar að sýna þau í verslunum og athuga hvort hún fái einhver viðbrögð. Spurning hvort maður geti skapað sér aukatekjur þannig???

Annars ganga dagarnir sinn vanagang.
Við fórum í foreldraviðtal á leikskólanum síðastliðinn fimmtudag og þar voru flutningarnir ræddir meira heldur en rætt var um Ástrós Erlu. Hún stendur sig svo vel í leikskólanum og er svo flott stelpa að þær vilja helst ekki missa hana. Ég lofaði því nú að við myndum reyna að senda þeim tölvupósta og leyfa þeim að fylgjast með okkur.

Vinnufélagar mínir segja það ekki beint en ég les á milli línanna að þeim finnst við vera þvílíkt biluð að vera að flytja án þess að vera búin að fá húsnæði og vinnu. Og ég er spurð að því nánast á hverjum degi, af sama fólkinu, hvort ég sé búin að fá vinnu eða ekki. Verður stundum svolítið þreytandi, sérstaklega þegar maður er bara að bíða eftir svörum en það verður að hafa það.

Jæja, ég læt þetta duga að sinni.
Knús og kossar,
Hulda.


Traustvekjandi bankar á Íslandi???

Nei, aldeilis ekki samkvæmt þessu!!!
Íslenskir bankar eru á sömu línu og bankar í Zimbabwe, Mongólíu og Úkraínu.
Það er bara alls ekki skrítið að maður vilji fara frá þessu öllu saman!!!

http://pressan.is/Frettir/LesaFrett/fjorda-nedsta-saetid-i-althjodlegri-skyrslu-islenskir-bankar-alika-traustir-og-i-zimbabwe


Er Ísland ekki gjaldþrota???

Ég held að Steingrímur blessaður hljóti bara að vera í einhverjum öðrum heimi...
Hver veit nema hann hafi komið höndum yfir eitthvað af þessum kannabisplöntum sem löggan hefur tekið undanfarna mánuði???
En án gríns, ég held að ráðamenn þjóðarinnar séu bara ekki í neinu sambandi við raunveruleikann...

http://visir.is/article/20090908/FRETTIR01/226509846

 


Breytingar og aftur breytingar...

Ég hef ákveðið að breyta þessu bloggi mínu aðeins. Hérna ætla ég að skrifa um okkur og fyrirhugaða flutninga okkar og líf okkar á nýjum stað. 

Við höfum verið að gæla við það í ansi langan tíma núna að flytja úr landi. Prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn.
Viðar hefur verið að sækja um störf bæði í Noregi og Svíþjóð frá því í maí og vonum við innilega að það fari eitthvað að gerast í þessum efnum.
Það er búið að vera langt ferli hjá okkur að taka þessa ákvörðun en við tókum hina endanlegu ákvörðun um daginn og síðastliðinn mánudag fór ég með uppsagnarbréfið mitt í vinnuna. Það var frekar erfitt að ganga þetta langt en ég vissi jafnframt það að ég verð að vinna einhvern uppsagnarfrest og því langbest að byrja á að vinna þann uppsagnarfrest. Það auðveldar mér líka að fá að hætta fyrr ef ég fæ vinnu á meðan að ég er að vinna uppsagnarfestinn.
Viðar er ekki ennþá búinn að segja upp og það er spurning hvernig að því verður staðið en við finnum út úr því fljótlega.

Við höfum aðeins rætt þetta við Ástrós Erlu og það kom ekki alveg til af góðu... Konurnar í leikskólanum hennar fóru að ræða það við börnin í hvaða grunnskóla þau ættu að fara. Og þá var sagt að þeir sem búa þarna fara í þennan skóla en þeir sem búa þarna fara í hinn skólann. Og auðvitað vildi hún fá að vita í hvaða skóla hún myndi fara, skiljanlega.
Ég var nú ekki alveg sátt við þetta hjá þeim. Fannst að þær hefðu átt að ræða það við foreldrana áður en þær færu að segja svona við börnin en ég reyndi að humma það fram af mér eins lengi og ég gat að svara blessuðu barninu, þangað til að krafan um svar var orðin svo sterk. Svo ég sagði henni að kannski myndi hún hvorki fara í þennan né hinn skólann... Hver veit nema við myndum ákveða að flytja til útlanda og þá myndi hún fara í skóla þar. Henni þótti það bara spennandi og það næsta sem ég vissi var að hún var farin að tala um það í leikskólanum að hún væri að fara að flytja til útlanda!!! Blessuð börnin vita oft meira en við fullorðna fólkið.

Við erum búin að ákveða að vera í nálægð við Oslo, þó ekki í miðri borginni heldur einhvers staðar fyrir utan hana. Við leitum því núna logandi ljósi að bæði vinnum og eins húsnæði.
Ég talaði við leigusalann okkar á laugardaginn og hún var eiginlega bara mjög fegin þessari ákvörðun okkar. Hún er nefnilega búin að taka þá ákvörðun að selja íbúðina en vildi samt helst ekki gera það af því að hún vildi ekki setja okkur á götuna. Svo þetta auðveldar okkur eiginlega hlutina þar sem að ég hafði áhyggjur af því að hún fengi ekki leigutekjur.

Viðar talaði líka við foreldra sína í gærkvöldi og sagði þeim frá þessum fyrirætlunum okkar og hversu langt þær væru komnar. Þau urðu að vonum ekki kát með þetta en við stefnum að því að fá þau út til okkar í heimsókn þegar við erum flutt og búin að koma okkur fyrir á nýjum stað.
Það eina sem við í raun og veru vitum eins og staðan er núna er að við viljum ekki borga Icesave og við viljum heldur ekki að Ástrós Erla borgi Icesave. Eins er það nú svo að skattapíningin sem framundan er, er eitthvað sem við getum ekki ráðið við og því neyðumst við til að fara þessa leið.

Meira síðar.


Jólin, jólin, jólin koma brátt...

Jú, á heimilinu er allt komið á fulla ferð við að undirbúa jólin.
Búið er að kaupa nokkrar jólagjafir og pakka þeim inn, föndra milli 40 og 50 jólakort og annað eins af jólamerkimiðum.

Búið að kaupa jólamatinn og jólagosið og búin að búa til jólaísinn og baka 4 kökusortir...
Það er bara allt á fullu og allt í góðum gír hjá okkur. Erum meira að segja byrjuð að skreyta og nánast komnar jólaseríur í hverja einustu glugga.
Viðar er búinn að gefa það út að hann ætli að segja kreppunni stríð á hendur og skreyta extra mikið fyrir jólin og það er eins gott að hann standi við það!!!

Við ætlum svo að búa til aðventukransinn um helgina og svo fer ég í jólaföndur hjá SFR (Starfsmannafélagi Ríkisins) á þriðjudaginn. Þar ætla ég að föndra jólaskreytingu til að hafa á sófaborðinu. Við Erla Anna vinkona mín og samstarfskona ætlum að fara saman.

Næsta föstudag er svo Aðventukaffi hjá Kanínudeildinni á leikskólanum. Við Viðar erum bæði búin að fá okkur laus úr vinnu. Það verður víst mikið húllumhæ, börnin eru búin að baka smákökur og svo eru þau að æfa einhver skemmtiatriði... Þetta verður æðislegt.
Ég er svo búin að panta tíma fyrir okkur, alla famelíuna, í klippingu sama dag og verður það í fyrsta skipti sem að Ástrós Erla fer til hárgreiðslukonu í klippingu.

Á laugardaginn 6. desember er svo jólahlaðborð Tollstjóraembættisins á Broadway ásamt Madonnusýningu. Það verður spennandi að sjá hvernig barnastjarnan Jóhanna Guðrún stendur sig sem "sexýbeibið" Madonna.
Búið er að bjóða okkur í forpartý heima hjá henni Dóru samstarfskonu og ætlum við að ráða aðra samstarfskonu, Sigrúnu Hörpu, til að búa til Jarðarberjamoito ofan í mannskapinn.
Þetta verður bara æðislegt og við erum farin að hlakka mikið til...

Myndir frá jólaundirbúningnum:

IMG_20081124_9999_28
Kökurnar sem ég var búin að baka þegar myndin var tekin:
Mömmukökur, Súkkulaðibitakökur og Sörur.

IMG_20081124_9999_29
Súkkulaðibitakökurnar og Sörurnar

IMG_20081124_9999_30
Mömmukökurnar

IMG_20081124_9999_31
Georg Jensen óróarnir okkar, 7 talsins

Jolafondur08a_914949656
Jólaskreytingin sem ég ætla að gera hjá SFR á þriðjudaginn


Stóri Skrappdagurinn!!!

Ég hvet alla til að mæta og sjá hvað þetta skemmtilega áhugamál gengur út á :-)

AUGLYSING


Miðvikudagur 5. nóv. / Onsdag 5. nov.

Jæja, kominn miðvikudagur og Obama orðinn forseti Bandaríkjanna. Smile

Við höfum það fínt þrátt fyrir kreppuna.
Gústi og Elli eru fluttir út. Eru farnir að leigja með Halldóri og Ragnari og ég verð nú að segja það að þrátt fyrir að ég elski bræður mína út af lífinu, þá er ég óskaplega fegin að losna við þá...!!!
Þetta var bara orðinn of langur tími og ég tala nú ekki um þegar hvolpurinn Elvis var kominn líka...
Þá var þetta bara orðið "too much" í litlu 3ja herbergja íbúðina sem við búum í. Woundering

Við byrjuðum um helgina að kaupa jólagjafirnar og ég er búin að kaupa fyrir alla strákana pakka og svo ætla ég að föndra aðeins fyrir þá líka... Svo fer ég í það fljótlega að kaupa fleiri gjafir. Ég ætla nefnilega að vera búin að því snemma í ár svo stressið verði minna í desember. Wink

Það styttist í stóra skrappdaginn sem verður haldinn þann 15. nóvember næstkomandi og helgina þar á eftir þá ætlum við vinkonurnar að hittast og baka Sörur fyrir jólin. Það verður æðislegt!!!

 -----------------------

Ja, vel nå er det onsdag og Obama er USA's nye president. Smile

Vi har det fint, selv om Island er nesten konkurs og finanskrisen har rammet oss hardt.
Gústi og Elli har flyttet ifra oss, de har bodd hos oss siden i slutten af august. De leier nå et hus sammen med Halldór og Ragnar. Jeg må si at selv om jeg elsker mine brödre mer en alt så er jeg veldig glad for å bli kvitt dem. Dette ble langt nok og når hundvalpen Elvis kom også da ble det "too much" i vår lille 3 roms leilighet Woundering

Vi har kjöpt förste julegavene. Det gjorde vi siste helg. Jeg har kjöpt for alle brödrene mine og så har jeg tenkt å lage litt til de også... Jeg skal også kjöpe flere julegaver de neste dagene... Jeg har nemlig tenkt å være tidlig ute i år slik at det blir mindre stress i desember. Wink

Den store Scrapbooking dagen nærmer seg, 15. november er store dagen og helgen etterpå skal jeg möte noen venninner og vi skal bake julekaker. Det skal bli herlig!!!


Nýir tímar í Bandaríkjunum...

Jæja, þá er það ljóst.
Bandaríkin hafa fengið nýjan forseta og ekki nóg með það heldur er hann hálfur blökkumaður líka!!!
Löngu kominn tími á breytingar hjá þeim og gott að losna við Bush úr sínu hásæti.
Sendi hamingjuóskir til allra í Bandaríkjunum Smile


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband