Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Button farin og fjölskyldan miður sín...

IMG_20080722_9999Já, Button litla er farin frá okkur Crying

Á þriðjudagskvöldið kom Bjarni og Guðrún (konan sem á hana) og náðu í hana. Button varð ósköp glöð að sjá Guðrúnu og greinilegt að hún þekkti hana eitthvað. IMG_20080722_9999_2

Okkur er farið að þykja óendanlega vænt um þetta litla stýri, enda ekki annað hægt - hún er bara svo yndisleg.

Við erum búin að taka hana í mikla þjálfun, kenna henni að setjast og heilsa og venja hana af því að gelta á allt og alla. Ég segi það ekki að hún gelti nú ekki svo mikið en hún gelti á alla sem gengu framhjá húsinu og við náðum að venja hana af því, svona að mestu leyti.

 

IMG_20080722_9999_14Við meigum samt alltaf hafa samband við Guðrúnu og fá að hitta Button litlu og jafnvel fara með hana í göngutúra og svoleiðis og hver veit nema við eigum eftir að nýta okkur það. Þær voru orðnar svo miklir vinir, Button og Ástrós Erla og maður var orðinn svo vanur því að hún fylgdi manni til dyra þegar að maður fór í vinnuna á morgnana og fagnaði manni þegar að maður kom heim... InLove

IMG_20080722_9999_6Svo er engin Button sem biður mann um að henda bolta eða ná í bolta undir sófaborð og heldur engin Button sem legst til fóta hjá manni á kvöldin þegar maður fer upp í rúm. Já, þetta eru tómlegir dagar Errm

Ætli það endi ekki með því að við fáum okkur hund?! Whistling


The Boys

the boysEr það bara ég sem man eftir þeim bræðrum Arnari og Rúnari???
Men hvað mér fannst þeir sætir á sínum tíma og vá þeir gátu sungið líka!!!
Ég verð nú að viðurkenna það að þeir eru ennþá sætir... Blush
Samt ekki eins sætir og minn ektamaður... InLove
Fann hérna nýlegt viðtal við þá í norska Dagbladet, viðtalið er auðvitað á norsku en gaman að sjá þetta samt og hvernig þeir líta út í dag LoL

http://www.kjendis.no/2008/07/20/541277.html


Sólbruni helgarinnar

IMG_20080718_9999Jú, jú... Við fórum í útilegu um helgina. Við byrjuðum á því að keyra í Þrastaskóg á föstudaginn en fannst frekar lítið við að vera fyrir Prinsessuna svo við ákváðum að fara upp að Úlfljótsvatni.
Þegar þangað kom var skýjað þar, hávaðarok og þvílíka magnið af flugu sem var þar!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri.

Eins og mín var von og vísa var ég ákveðin í að láta það ganga að vera þarna þó ég hefði engan sérstakan áhuga á því, allt gert til að Prinsessan litla hefði eitthvað við að vera. Eftir því sem ég reyndi að sannfæra mig meira, þeim mun meira runnu á mig tvær grímur. Og fyrir rest kom hugsunin: "Hvernig í fjandanum eigum við að tjalda tjaldinu???"

IMG_20080718_9999_1Svo það varð úr að við keyrðum aftur í Þrastaskóg, þar sem var minna af flugu, heiðskírt og nánast logn.

Fundum okkur góðan stað til að tjalda á og komum okkur vel fyrir. Eins og venjulega með þetta tjald okkar, gekk frekar erfiðlega að tjalda því en það tókst á endanum. Við hljótum að vera algjörir kjánar að lenda alltaf í vandræðum með þetta tjald... Við lærum þetta vonandi á endanum, líklega þegar að við ákveðum að skipta um tjald Whistling

IMG_20080718_9999_8Við ákváðum að taka með okkur litla gaseldavél sem er komin til ára sinna en svínvirkar ennþá LoL
Við tókum hana traustataki frá mömmu enda hefur hún ekki verið notuð í mörg herrans ár og tími til kominn að endurvekja hana greyið. Mér skylst að nýjar svona vélar séu að kosta í dag 20-25 þúsund!!!
Svo ég er að spara á þessum síðustu og verstu tímum.

IMG_20080718_9999_12Eldavélin var svo notuð til að hita vatn í kaffi fyrir húsbóndann og eins til að elda kvöldmatinn á föstudagskvöldið og steikja hamborgara á laugardaginn í hádeginu.

Prinsessan skemmti sér konunglega. Hún fann sér vinkonur um leið og svo höfðum við tekið með okkur dót fyrir hana, bæði sandkassadót, litabók og liti og bolta, þannig að hún hefði pottþétt eitthvað að gera.

IMG_20080718_9999_17Hún átti reyndar erfitt með að sofna á föstudagskvöldið enda var töluvert bjart eins og venja er á Íslandi á sumrin og hún kvartaði sáran undan því að hún gæti ekki farið að sofa fyrr en tunglið væri komið. En hún sofnaði fyrir rest og svaf vært á milli okkar um nóttina.

Á laugardeginum vöknuðum við og þá var alveg heiðskírt og varla bærðust laufin á trjánum. Hreint út sagt geggjað veður LoL
Við vorum bara í svaka heitapotti þarna og höfðum það náðugt. Lífið var alveg sérstaklega dásamlegt á þessum tímapunkti. Prinsessan var bara á kvartbuxum og hlírabol og lék á alls oddi. Uppúr kl 14.30 ákváðum við að fara í sund, svo við skelltum okkur á Selfoss og í sundlaugina þar.IMG_20080718_9999_19

Ég verð að segja Selfyssingum til hróss að sundlaugin þeirra er algjört æði og algjör paradís fyrir börn!!!
Prinsessan elskaði laugina og sérstaklega Gottarennibrautina. Þetta var æðisleg afslöppun þó svo að það blési svolítið við laugina. Þegar til baka var komið þá grilluðum við kótilettur og borðuðum með piknik franskar, kartöflusalat, hrásalat og sósur og svo var drukkið gos og safi með. Æðislega gott og við lágum á meltunni í smá tíma á eftir.

IMG_20080719_9999Á sunnudagsmorgninum fór Viðar svo í Þingvallavatn að veiða og kom til baka um kl 11 með 10 fiska!!!W00t
Það er nokkuð augljóst að minn maður veit orðið hvar hægt er að fá fisk þarna og hann veit hvað þeir vilja.
Ég er afskaplega stolt af mínum manni InLove

Eftir að hann kom til baka fórum við að taka saman og svo fengum við okkur að borða í Þrastalundi. Rándýrir hamborgarar en hryllilega góðir samt sem áður.

Svo var ekið heim á leið og við náðum að vera á undan umferðinni í bæinn. Það var ansi þreytt fjölskylda sem kom heim á Hringbrautina um kl 14.30 á sunnudag og illilega brunnin!!!Pinch 
Nefið á Viðari er eins og glóandi eldhnöttur og það er hægt að steikja egg á bakinu á mér. En þrátt fyrir það var ferðin æðisleg og ég hefði ekki getað beðið um betri ferð.

Næsta ferð er svo fyrirhuguð um Verslunarmannahelgina en þá ætlum við að fara í sveitina hennar Huldu ömmu, Miðhraun í Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi.


Sólarfrí og útilega

tollurJá, í dag tek ég mér sólarfrí í vinnunni Smile

Tollstjóri gefur öllum starfsmönnum sínum 1 dag í sólarfrí í sumar og ég ákvað fyrir 3 vikum síðan að taka út þetta sumarfrí í dag Wink

Er svo búin að vera með krosslagða fingur allan tímann í þeirri vona að veður yrði gott svo hægt yrði að gera eitthvað skemmtilegt. Tilhugsunin um að vera í sólarfríi í ausandi rigningu var ekki alveg að gera sig í mínum bókum...

Og alla vikuna hef ég beðið spennt eftir veðurspá helgarinnar og vonast eftir góðu veðri svo hægt yrði að fara í útilegu.

tjald

Svo þegar nokkuð öruggt var orðið að veðrið yrði gott þá var ákveðið að skella sér í útilegu, Ástrós Erlu til mikillar gleði og ánægju, að sjálfsögðu Smile
Hún er búin að tala um útilegu í allt sumar og loksins er komið að því að við skellum okkur út úr bænum.

Við erum ekki endanlega búin að ákveða hvert ferðinni er heitið en 2 staðir koma til greina: Úlfljótsvatn og Þrastaskógur. Það verður að teljast líklegt að fyrri kosturinn verði fyrir valinu enda mikið um að vera þar fyrir börn og svo er stutt fyrir Viðar í Þingvallavatn þar sem hann getur farið í veiði á sunnudagsmorguninn. Hmmm... Það mætti halda að ég væri ekki að fara með, miðað við þetta. Ekkert verið að hugsa um það hvort eitthvað höfði til mín eða ekki...
En á meðan að ég hef einhverja handavinnu, þá líður mér vel LoL

camping is fun

Annars er það svo að mér finnst útilegur almennt séð vera mjög skemmtilegar. Við erum nú ekki svo vel stæð að við eigum orðið skuldahala (tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi) svo við ferðumst bara með góða gamla tjaldið!!!
Við eigum orðið fínasta tjald, vindsængur, sóltjald og sitthvað fleira. Við vorum svo heppin að mamma átti þessa fínu gaseldavél með 2 hellum og lítinn gaskút (fullan) og erum búin að ættleiða það.
Við eigum líka orðið stóla og borð svo það ætti ekki að væsa um okkur í útilegunni.

Button kemur að sjálfsögðu með en það fer að styttast í að hún fari frá okkur. Eigandinn kemur heim frá Bandaríkjunum á miðvikudaginn í næstu viku og þá verður hún sótt...
Það verður erfitt fyrir okkur enda er hún orðin hluti af fjölskyldunni okkar...InLove Errm


Minn betri helmingur...

Hann Viðar minn er 32 ára í dag Wizard W00t Kissing

Innilega til hamingju með daginn, elsku ástin mín eina Kissing InLove Heart

Hérna eru nokkrar myndir af afmælisbarni dagsins:

8 mánaða:
ltill-og-stur2

Gúmmítöffari:
Gmmtffari

Í dag er hann orðinn fullorðinn en samt alltaf sami töffarinn:
IMG_20080608_9999_48


Bómullarbrúðkaup (2.ára brúðkaupsafmæli)

Í gær áttum við Viðar 2. ára brúðkaupsafmæli, svokallað Bómullarbrúðkaup.
Ég velti því fyrir mér allan daginn hvað ég ætti að gefa bóndanum í tilefni dagsins, sem væri úr bómull!!! Mín besta og jafnframt hallærislegasta hugmynd, var að gefa honum viskastykki FootinMouth
En ég vissi að það myndi ekki falla í kramið svo ég var gjörsamlega hugmyndasnauð.
Þá kom Erla Anna, vinnufélagi minn, mér til bjargar!!! Kissing
Gefa manninum bómullarhandklæði Smile
Svo ég skellti mér í Rúmfatalagerinn eftir vinnu og keypti stórt, túrkisblátt baðhandklæði handa manninum!!! Fór svo í blómabúð og keypti rauða rós sem ég lét binda við handklæðið Wink
Það var ekki að sökum að spyrja að þetta sló í gegn InLove

Þegar ég kom heim beið eftir mér heitt bað og hvítvínsglas og ég kom ekki nálægt eldamennskunni. Ég hins vegar gekk frá matnum og svo fékk ég táslunudd síðar um kvöldið frá Viðari og Ástrós Erlu Heart

Hérna eru svo myndir frá brúðkaupsdeginum:

_MG_5884

_MG_5987srgb

_MG_6109srgb


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband