Jólin, jólin, jólin koma brátt...

Jú, á heimilinu er allt komið á fulla ferð við að undirbúa jólin.
Búið er að kaupa nokkrar jólagjafir og pakka þeim inn, föndra milli 40 og 50 jólakort og annað eins af jólamerkimiðum.

Búið að kaupa jólamatinn og jólagosið og búin að búa til jólaísinn og baka 4 kökusortir...
Það er bara allt á fullu og allt í góðum gír hjá okkur. Erum meira að segja byrjuð að skreyta og nánast komnar jólaseríur í hverja einustu glugga.
Viðar er búinn að gefa það út að hann ætli að segja kreppunni stríð á hendur og skreyta extra mikið fyrir jólin og það er eins gott að hann standi við það!!!

Við ætlum svo að búa til aðventukransinn um helgina og svo fer ég í jólaföndur hjá SFR (Starfsmannafélagi Ríkisins) á þriðjudaginn. Þar ætla ég að föndra jólaskreytingu til að hafa á sófaborðinu. Við Erla Anna vinkona mín og samstarfskona ætlum að fara saman.

Næsta föstudag er svo Aðventukaffi hjá Kanínudeildinni á leikskólanum. Við Viðar erum bæði búin að fá okkur laus úr vinnu. Það verður víst mikið húllumhæ, börnin eru búin að baka smákökur og svo eru þau að æfa einhver skemmtiatriði... Þetta verður æðislegt.
Ég er svo búin að panta tíma fyrir okkur, alla famelíuna, í klippingu sama dag og verður það í fyrsta skipti sem að Ástrós Erla fer til hárgreiðslukonu í klippingu.

Á laugardaginn 6. desember er svo jólahlaðborð Tollstjóraembættisins á Broadway ásamt Madonnusýningu. Það verður spennandi að sjá hvernig barnastjarnan Jóhanna Guðrún stendur sig sem "sexýbeibið" Madonna.
Búið er að bjóða okkur í forpartý heima hjá henni Dóru samstarfskonu og ætlum við að ráða aðra samstarfskonu, Sigrúnu Hörpu, til að búa til Jarðarberjamoito ofan í mannskapinn.
Þetta verður bara æðislegt og við erum farin að hlakka mikið til...

Myndir frá jólaundirbúningnum:

IMG_20081124_9999_28
Kökurnar sem ég var búin að baka þegar myndin var tekin:
Mömmukökur, Súkkulaðibitakökur og Sörur.

IMG_20081124_9999_29
Súkkulaðibitakökurnar og Sörurnar

IMG_20081124_9999_30
Mömmukökurnar

IMG_20081124_9999_31
Georg Jensen óróarnir okkar, 7 talsins

Jolafondur08a_914949656
Jólaskreytingin sem ég ætla að gera hjá SFR á þriðjudaginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

mig langar í smakk!

Rannveig Lena Gísladóttir, 28.11.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: I. Hulda T. Markhus

Þú ert velkomin anytime í kaffi og kökur

Lætur mig bara vita næst þegar þú kemur í bæinn og átt leið í Hafnarfjörðinn...

I. Hulda T. Markhus, 28.11.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband