Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Jólin, jólin, jólin koma brátt...

Jú, á heimilinu er allt komið á fulla ferð við að undirbúa jólin.
Búið er að kaupa nokkrar jólagjafir og pakka þeim inn, föndra milli 40 og 50 jólakort og annað eins af jólamerkimiðum.

Búið að kaupa jólamatinn og jólagosið og búin að búa til jólaísinn og baka 4 kökusortir...
Það er bara allt á fullu og allt í góðum gír hjá okkur. Erum meira að segja byrjuð að skreyta og nánast komnar jólaseríur í hverja einustu glugga.
Viðar er búinn að gefa það út að hann ætli að segja kreppunni stríð á hendur og skreyta extra mikið fyrir jólin og það er eins gott að hann standi við það!!!

Við ætlum svo að búa til aðventukransinn um helgina og svo fer ég í jólaföndur hjá SFR (Starfsmannafélagi Ríkisins) á þriðjudaginn. Þar ætla ég að föndra jólaskreytingu til að hafa á sófaborðinu. Við Erla Anna vinkona mín og samstarfskona ætlum að fara saman.

Næsta föstudag er svo Aðventukaffi hjá Kanínudeildinni á leikskólanum. Við Viðar erum bæði búin að fá okkur laus úr vinnu. Það verður víst mikið húllumhæ, börnin eru búin að baka smákökur og svo eru þau að æfa einhver skemmtiatriði... Þetta verður æðislegt.
Ég er svo búin að panta tíma fyrir okkur, alla famelíuna, í klippingu sama dag og verður það í fyrsta skipti sem að Ástrós Erla fer til hárgreiðslukonu í klippingu.

Á laugardaginn 6. desember er svo jólahlaðborð Tollstjóraembættisins á Broadway ásamt Madonnusýningu. Það verður spennandi að sjá hvernig barnastjarnan Jóhanna Guðrún stendur sig sem "sexýbeibið" Madonna.
Búið er að bjóða okkur í forpartý heima hjá henni Dóru samstarfskonu og ætlum við að ráða aðra samstarfskonu, Sigrúnu Hörpu, til að búa til Jarðarberjamoito ofan í mannskapinn.
Þetta verður bara æðislegt og við erum farin að hlakka mikið til...

Myndir frá jólaundirbúningnum:

IMG_20081124_9999_28
Kökurnar sem ég var búin að baka þegar myndin var tekin:
Mömmukökur, Súkkulaðibitakökur og Sörur.

IMG_20081124_9999_29
Súkkulaðibitakökurnar og Sörurnar

IMG_20081124_9999_30
Mömmukökurnar

IMG_20081124_9999_31
Georg Jensen óróarnir okkar, 7 talsins

Jolafondur08a_914949656
Jólaskreytingin sem ég ætla að gera hjá SFR á þriðjudaginn


Stóri Skrappdagurinn!!!

Ég hvet alla til að mæta og sjá hvað þetta skemmtilega áhugamál gengur út á :-)

AUGLYSING


Miðvikudagur 5. nóv. / Onsdag 5. nov.

Jæja, kominn miðvikudagur og Obama orðinn forseti Bandaríkjanna. Smile

Við höfum það fínt þrátt fyrir kreppuna.
Gústi og Elli eru fluttir út. Eru farnir að leigja með Halldóri og Ragnari og ég verð nú að segja það að þrátt fyrir að ég elski bræður mína út af lífinu, þá er ég óskaplega fegin að losna við þá...!!!
Þetta var bara orðinn of langur tími og ég tala nú ekki um þegar hvolpurinn Elvis var kominn líka...
Þá var þetta bara orðið "too much" í litlu 3ja herbergja íbúðina sem við búum í. Woundering

Við byrjuðum um helgina að kaupa jólagjafirnar og ég er búin að kaupa fyrir alla strákana pakka og svo ætla ég að föndra aðeins fyrir þá líka... Svo fer ég í það fljótlega að kaupa fleiri gjafir. Ég ætla nefnilega að vera búin að því snemma í ár svo stressið verði minna í desember. Wink

Það styttist í stóra skrappdaginn sem verður haldinn þann 15. nóvember næstkomandi og helgina þar á eftir þá ætlum við vinkonurnar að hittast og baka Sörur fyrir jólin. Það verður æðislegt!!!

 -----------------------

Ja, vel nå er det onsdag og Obama er USA's nye president. Smile

Vi har det fint, selv om Island er nesten konkurs og finanskrisen har rammet oss hardt.
Gústi og Elli har flyttet ifra oss, de har bodd hos oss siden i slutten af august. De leier nå et hus sammen med Halldór og Ragnar. Jeg må si at selv om jeg elsker mine brödre mer en alt så er jeg veldig glad for å bli kvitt dem. Dette ble langt nok og når hundvalpen Elvis kom også da ble det "too much" i vår lille 3 roms leilighet Woundering

Vi har kjöpt förste julegavene. Det gjorde vi siste helg. Jeg har kjöpt for alle brödrene mine og så har jeg tenkt å lage litt til de også... Jeg skal også kjöpe flere julegaver de neste dagene... Jeg har nemlig tenkt å være tidlig ute i år slik at det blir mindre stress i desember. Wink

Den store Scrapbooking dagen nærmer seg, 15. november er store dagen og helgen etterpå skal jeg möte noen venninner og vi skal bake julekaker. Det skal bli herlig!!!


Nýir tímar í Bandaríkjunum...

Jæja, þá er það ljóst.
Bandaríkin hafa fengið nýjan forseta og ekki nóg með það heldur er hann hálfur blökkumaður líka!!!
Löngu kominn tími á breytingar hjá þeim og gott að losna við Bush úr sínu hásæti.
Sendi hamingjuóskir til allra í Bandaríkjunum Smile


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband