Bananamuffins

Já, ég bakaði Bananamuffins á miðvikudaginn og notaði uppskrift sem ég fékk á einhverju blogginu á netinu. Þvílíkt góð uppskrift og ég er að hugsa um að deila henni með ykkur.

Bananamuffins

3 bananar í bitum
200 gr sykur
125 gr smjör
3 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
250 gr hveiti

Bananar, sykur, smjör, egg og vanilludropar eru settir í skál og hrært vel saman.
Öðrum efnum er bætt út í og hrært vel þangað til að blandan er nokkuð slétt (verður samt alltaf bananakekkir í henni).
Sett í muffinsform og bakað við 180°c í 10-15 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband