Sólarfrí og útilega

tollurJá, í dag tek ég mér sólarfrí í vinnunni Smile

Tollstjóri gefur öllum starfsmönnum sínum 1 dag í sólarfrí í sumar og ég ákvað fyrir 3 vikum síðan að taka út þetta sumarfrí í dag Wink

Er svo búin að vera með krosslagða fingur allan tímann í þeirri vona að veður yrði gott svo hægt yrði að gera eitthvað skemmtilegt. Tilhugsunin um að vera í sólarfríi í ausandi rigningu var ekki alveg að gera sig í mínum bókum...

Og alla vikuna hef ég beðið spennt eftir veðurspá helgarinnar og vonast eftir góðu veðri svo hægt yrði að fara í útilegu.

tjald

Svo þegar nokkuð öruggt var orðið að veðrið yrði gott þá var ákveðið að skella sér í útilegu, Ástrós Erlu til mikillar gleði og ánægju, að sjálfsögðu Smile
Hún er búin að tala um útilegu í allt sumar og loksins er komið að því að við skellum okkur út úr bænum.

Við erum ekki endanlega búin að ákveða hvert ferðinni er heitið en 2 staðir koma til greina: Úlfljótsvatn og Þrastaskógur. Það verður að teljast líklegt að fyrri kosturinn verði fyrir valinu enda mikið um að vera þar fyrir börn og svo er stutt fyrir Viðar í Þingvallavatn þar sem hann getur farið í veiði á sunnudagsmorguninn. Hmmm... Það mætti halda að ég væri ekki að fara með, miðað við þetta. Ekkert verið að hugsa um það hvort eitthvað höfði til mín eða ekki...
En á meðan að ég hef einhverja handavinnu, þá líður mér vel LoL

camping is fun

Annars er það svo að mér finnst útilegur almennt séð vera mjög skemmtilegar. Við erum nú ekki svo vel stæð að við eigum orðið skuldahala (tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi) svo við ferðumst bara með góða gamla tjaldið!!!
Við eigum orðið fínasta tjald, vindsængur, sóltjald og sitthvað fleira. Við vorum svo heppin að mamma átti þessa fínu gaseldavél með 2 hellum og lítinn gaskút (fullan) og erum búin að ættleiða það.
Við eigum líka orðið stóla og borð svo það ætti ekki að væsa um okkur í útilegunni.

Button kemur að sjálfsögðu með en það fer að styttast í að hún fari frá okkur. Eigandinn kemur heim frá Bandaríkjunum á miðvikudaginn í næstu viku og þá verður hún sótt...
Það verður erfitt fyrir okkur enda er hún orðin hluti af fjölskyldunni okkar...InLove Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Þór Marísson

....og það var gaman hjá okkur.  Enduðum í Þrastaskóg þar sem að rok var á Úlfljótsvatni.  Frábær helgi með fjölskildunni ;)

Viðar Þór Marísson, 21.7.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband