Fjölbýlishús í Noregi hrynur...

Þar sem að ég hef nú norskt blóð í æðum þá fylgist ég alltaf með fréttum frá Noregi.
Mér brá ekki lítið í morgun þegar að ég heyrði fréttirnar af fjölbýlishúsinu í Ålesund. Og húsið er bara 5 ára gamalt!!!Woundering
Nú er ég búin að vera að skoða heimasíðu Verdens Gang (dagblaðsins sem pabbi minn vann hjá) og þar kemur fram að líklega hafi grjóthrun valdið þessu til að byrja með og það var um kl 4 í nótt að norskum tíma (kl 5 hjá okkur). Grjóthrunið olli því að öll fyrsta hæð blokkarinnar og hluti af annarri hæðinni hrundu saman, blokkin hefur lækkað um 6-8 metra að minnsta kosti. Og til að toppa allt þá hefur öll blokkin færst fram á við um einhverja 8-10 metra!!! Samt var búið að setja bolta í fjallið til að koma í veg fyrir grjóthrun... Það hefur greinilega ekki virkað sem skyldi. Húsið stóð í brattri fjallshlíð, eitthvað sem ég held að Íslendingar myndu aldrei gera...
Fólki er sagt að halda sig sem lengst frá húsinu vegna þess að hætta er á að það eigi eftir að hrynja ennþá meira og svo er Própantankur í húsinu!!! Guð má vita af hverju...Undecided


mbl.is Fjölbýlishús hrundi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er svakalegt alveg. Það er vonandi að þeir setji byggingamálin varðandi þetta hús í naflaskoðun.

Takk fyrir bónorðið

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Hilmar Einarsson

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=504715

Eins og kemur fram í þeirri frétt sem ég linka á hér að framan er þetta hús óvenjulega vel byggt miðað við þá byggingaaðferð sem algengust er í Noregi ("gæða"timburhús).  Staðsetning hússins er mjög algeng þarna þ.e.a.s. undir- eða í brekkum.

Varðandi gastankinn má benda á það að Norðmenn hafa ekki aðgang að heitu vatni úr iðrun jarðar en nægt eldsneyti sem notað er til kyndingar o.fl.

Hilmar Einarsson, 26.3.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég var einmitt að velta fyrir afhverju þessi gastankur hefði verið í húsinu. Takk fyrir þetta Hilmar.

Óskar Þorkelsson, 26.3.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband