Sólbruni helgarinnar

IMG_20080718_9999Jú, jú... Við fórum í útilegu um helgina. Við byrjuðum á því að keyra í Þrastaskóg á föstudaginn en fannst frekar lítið við að vera fyrir Prinsessuna svo við ákváðum að fara upp að Úlfljótsvatni.
Þegar þangað kom var skýjað þar, hávaðarok og þvílíka magnið af flugu sem var þar!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri.

Eins og mín var von og vísa var ég ákveðin í að láta það ganga að vera þarna þó ég hefði engan sérstakan áhuga á því, allt gert til að Prinsessan litla hefði eitthvað við að vera. Eftir því sem ég reyndi að sannfæra mig meira, þeim mun meira runnu á mig tvær grímur. Og fyrir rest kom hugsunin: "Hvernig í fjandanum eigum við að tjalda tjaldinu???"

IMG_20080718_9999_1Svo það varð úr að við keyrðum aftur í Þrastaskóg, þar sem var minna af flugu, heiðskírt og nánast logn.

Fundum okkur góðan stað til að tjalda á og komum okkur vel fyrir. Eins og venjulega með þetta tjald okkar, gekk frekar erfiðlega að tjalda því en það tókst á endanum. Við hljótum að vera algjörir kjánar að lenda alltaf í vandræðum með þetta tjald... Við lærum þetta vonandi á endanum, líklega þegar að við ákveðum að skipta um tjald Whistling

IMG_20080718_9999_8Við ákváðum að taka með okkur litla gaseldavél sem er komin til ára sinna en svínvirkar ennþá LoL
Við tókum hana traustataki frá mömmu enda hefur hún ekki verið notuð í mörg herrans ár og tími til kominn að endurvekja hana greyið. Mér skylst að nýjar svona vélar séu að kosta í dag 20-25 þúsund!!!
Svo ég er að spara á þessum síðustu og verstu tímum.

IMG_20080718_9999_12Eldavélin var svo notuð til að hita vatn í kaffi fyrir húsbóndann og eins til að elda kvöldmatinn á föstudagskvöldið og steikja hamborgara á laugardaginn í hádeginu.

Prinsessan skemmti sér konunglega. Hún fann sér vinkonur um leið og svo höfðum við tekið með okkur dót fyrir hana, bæði sandkassadót, litabók og liti og bolta, þannig að hún hefði pottþétt eitthvað að gera.

IMG_20080718_9999_17Hún átti reyndar erfitt með að sofna á föstudagskvöldið enda var töluvert bjart eins og venja er á Íslandi á sumrin og hún kvartaði sáran undan því að hún gæti ekki farið að sofa fyrr en tunglið væri komið. En hún sofnaði fyrir rest og svaf vært á milli okkar um nóttina.

Á laugardeginum vöknuðum við og þá var alveg heiðskírt og varla bærðust laufin á trjánum. Hreint út sagt geggjað veður LoL
Við vorum bara í svaka heitapotti þarna og höfðum það náðugt. Lífið var alveg sérstaklega dásamlegt á þessum tímapunkti. Prinsessan var bara á kvartbuxum og hlírabol og lék á alls oddi. Uppúr kl 14.30 ákváðum við að fara í sund, svo við skelltum okkur á Selfoss og í sundlaugina þar.IMG_20080718_9999_19

Ég verð að segja Selfyssingum til hróss að sundlaugin þeirra er algjört æði og algjör paradís fyrir börn!!!
Prinsessan elskaði laugina og sérstaklega Gottarennibrautina. Þetta var æðisleg afslöppun þó svo að það blési svolítið við laugina. Þegar til baka var komið þá grilluðum við kótilettur og borðuðum með piknik franskar, kartöflusalat, hrásalat og sósur og svo var drukkið gos og safi með. Æðislega gott og við lágum á meltunni í smá tíma á eftir.

IMG_20080719_9999Á sunnudagsmorgninum fór Viðar svo í Þingvallavatn að veiða og kom til baka um kl 11 með 10 fiska!!!W00t
Það er nokkuð augljóst að minn maður veit orðið hvar hægt er að fá fisk þarna og hann veit hvað þeir vilja.
Ég er afskaplega stolt af mínum manni InLove

Eftir að hann kom til baka fórum við að taka saman og svo fengum við okkur að borða í Þrastalundi. Rándýrir hamborgarar en hryllilega góðir samt sem áður.

Svo var ekið heim á leið og við náðum að vera á undan umferðinni í bæinn. Það var ansi þreytt fjölskylda sem kom heim á Hringbrautina um kl 14.30 á sunnudag og illilega brunnin!!!Pinch 
Nefið á Viðari er eins og glóandi eldhnöttur og það er hægt að steikja egg á bakinu á mér. En þrátt fyrir það var ferðin æðisleg og ég hefði ekki getað beðið um betri ferð.

Næsta ferð er svo fyrirhuguð um Verslunarmannahelgina en þá ætlum við að fara í sveitina hennar Huldu ömmu, Miðhraun í Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband