Og enn er planað...

Við liggjum mikið yfir netinu þessa dagana og skoðum húsnæði, vinnur og pælum fram og til baka.
Sú hugsun hefur meira að segja hvarflað að okkur að flytja ekki á svæðið í kringum Osló heldur flytja til suður Noregs, á gamlar slóðir, eða svona næstum því.

Nina vinkona mín og Jann maðurinn hennar eru tilbúin að leyfa okkur að vera hjá sér ef á þarf að halda en við vonum nú að ekki komi til þess. Annars eru þau líka tilbúin til að hjálpa okkur að finna húsnæði og fara jafnvel og skoða fyrir okkur. Það er mjög gott að hafa einhvern sem getur hjálpað manni svona svo við erum mjög heppin.

Annars er mamma að fara til Noregs í dag. Hún ætlar að heimsækja vinkonu sína í suður Noregi. Í leiðinni ætlar hún að koma við hjá NAV, sem er norska vinnumálastofnunin. Þar ætlar hún að tala við fólk og skilja eftir starfsferilsskrárnar okkar Viðars. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég sendi hana líka með slatta af kortum sem ég hef verið að gera og hún ætlar að sýna þau í verslunum og athuga hvort hún fái einhver viðbrögð. Spurning hvort maður geti skapað sér aukatekjur þannig???

Annars ganga dagarnir sinn vanagang.
Við fórum í foreldraviðtal á leikskólanum síðastliðinn fimmtudag og þar voru flutningarnir ræddir meira heldur en rætt var um Ástrós Erlu. Hún stendur sig svo vel í leikskólanum og er svo flott stelpa að þær vilja helst ekki missa hana. Ég lofaði því nú að við myndum reyna að senda þeim tölvupósta og leyfa þeim að fylgjast með okkur.

Vinnufélagar mínir segja það ekki beint en ég les á milli línanna að þeim finnst við vera þvílíkt biluð að vera að flytja án þess að vera búin að fá húsnæði og vinnu. Og ég er spurð að því nánast á hverjum degi, af sama fólkinu, hvort ég sé búin að fá vinnu eða ekki. Verður stundum svolítið þreytandi, sérstaklega þegar maður er bara að bíða eftir svörum en það verður að hafa það.

Jæja, ég læt þetta duga að sinni.
Knús og kossar,
Hulda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband