Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Vonandi bara byrjunin...

Mikið hefði ég viljað sjá þessa bölvuðu stýrivexti lækka mikið meira en maður verður bara að sætta sig við það sem maður fær...
Allt hjálpar eins og staðan er núna og vonandi munu vextirnir lækka meira þann 6. nóvember. Við verðum að minnsta kosti að krossa putta og tær og vona það besta.

Annars skil ég ekki af hverju ekki er búið að skipta út þessum bankastjórum þarna í Seðlabankanum!!! Finnst þeir ekkert hafa þarna að gera og ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut af viti... En, Geir bolar auðvitað ekki út sínum besta vini, Dabba kóngi...
Þá væri hann líklega orðinn feigur í Sjálfstæðisflokknum!!!


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var klukkuð...

Af eiginmanninum hérna um daginn og það er eins gott að svara spurningunum...
Ég skora á Súpermömmu (Elísabet), Lenu, Steinunni og Svönu að svara spurningunum!!!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

1. Þjónustufulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík.
2. Símadama hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi á aðalskiptiborði.
3. Verkstjóri á saumastofu Bergiðjunnar, Kleppi.
4. Upplýsingafulltrúi hjá Markhúsinu.

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

1. Briget Jones Diary.
2.
National Lampoons Christmas Vacation (Horfi alltaf á hana einu sinni fyrir hver jól).
3. Erin Brockovich.
4. Mamma Mia.

Fjórir staðir sem ég hef búið á

1. Reykjavík.
2. Suðureyri.
3. Hafnarfjörður.
4. Marnardal, Noregi.
 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

1. House.
2. Grey's Anatomy.
3. Wild at Heart.
4. What about Brian.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

1. Minneapolis.
2. London.
3. Toronto.
4. St. Petersburg.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan að blogga

1. mbl.is
2. visir.is
3. scrapbook.is
4. facebook.com

Fernt sem ég held uppá “matarkyns”

1. Pastarétturinn hennar Huldu ömmu.
2. Japanski kjúklingarétturinn hans Viðars.
3. Grillað lambalæri með fullt af hvítlauk og kryddjurtum.
4. Skyr með rjóma.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

1. Waiting to Exhale.
2. Ísfólkið.
3. Karíus og Baktus.
4. Þyrnirós.


Allt á leið til fjandans...

Já, ég held að það sé óhætt að segja það að það sé allt á leið til fjandans!!! Crying
Viðskiptabankinn okkar Viðars, Landsbankinn, orðinn gjaldþrota eða því sem næst og Fjármálaeftirlitið búið að yfirtaka hann.
Ég heyrði það í gær að ef neyðarlögin yrðu ekki samþykkt að þá yrði bankinn gjaldþrota, eitthvað sem ég tók með smá fyrirvara en nú er það orðin staðreynd. Gasp
Vildi eiginlega samt óska þess innst inni að bankinn hefði verið gerður gjaldþrota... Þá hefði maður líklega losnað við lánin sem eru að sliga mann... Shocking
Það vill reyndar til að við erum svo heppin að eiga engan pening og skulda helling, sem betur fer eiginlega og heppin erum við að vera ekki með nein myntkörfulán.
Og við erum líka fyllilega sátt við það núna að eiga ekki íbúð heldur.

Annars hef ég líklega dottið illilega á hausinn í gær...
Af hverju??? Jú, ég fór og keypti mér árskort í líkamsrækt hjá Nautilus!!!
Ég held svei mér þá að ég hljóti að vera feig... FootinMouth


mbl.is FME stýrir Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband