Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fjölbýlishús í Noregi hrynur...

Þar sem að ég hef nú norskt blóð í æðum þá fylgist ég alltaf með fréttum frá Noregi.
Mér brá ekki lítið í morgun þegar að ég heyrði fréttirnar af fjölbýlishúsinu í Ålesund. Og húsið er bara 5 ára gamalt!!!Woundering
Nú er ég búin að vera að skoða heimasíðu Verdens Gang (dagblaðsins sem pabbi minn vann hjá) og þar kemur fram að líklega hafi grjóthrun valdið þessu til að byrja með og það var um kl 4 í nótt að norskum tíma (kl 5 hjá okkur). Grjóthrunið olli því að öll fyrsta hæð blokkarinnar og hluti af annarri hæðinni hrundu saman, blokkin hefur lækkað um 6-8 metra að minnsta kosti. Og til að toppa allt þá hefur öll blokkin færst fram á við um einhverja 8-10 metra!!! Samt var búið að setja bolta í fjallið til að koma í veg fyrir grjóthrun... Það hefur greinilega ekki virkað sem skyldi. Húsið stóð í brattri fjallshlíð, eitthvað sem ég held að Íslendingar myndu aldrei gera...
Fólki er sagt að halda sig sem lengst frá húsinu vegna þess að hætta er á að það eigi eftir að hrynja ennþá meira og svo er Própantankur í húsinu!!! Guð má vita af hverju...Undecided


mbl.is Fjölbýlishús hrundi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bananamuffins

Já, ég bakaði Bananamuffins á miðvikudaginn og notaði uppskrift sem ég fékk á einhverju blogginu á netinu. Þvílíkt góð uppskrift og ég er að hugsa um að deila henni með ykkur.

Bananamuffins

3 bananar í bitum
200 gr sykur
125 gr smjör
3 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
250 gr hveiti

Bananar, sykur, smjör, egg og vanilludropar eru settir í skál og hrært vel saman.
Öðrum efnum er bætt út í og hrært vel þangað til að blandan er nokkuð slétt (verður samt alltaf bananakekkir í henni).
Sett í muffinsform og bakað við 180°c í 10-15 mínútur.


Helgin er liðin...

... Og eins og venjulega fannst mér hún vera alltof stutt!!!
Hefði svo sannarlega verið til í að hafa hana lengri en svona er þetta nú bara...
Helgin varð nú ekki eins róleg eins og ég hefði viljað hafa hana.

Viðar fór á föstudagskvöldið í vinnupartý (það eru alltaf vinnupartý hjá Icelandair) og Ástrós Erla fór upp á efstu hæð til að leika við vin sinn, Patrik. Hún kom niður um kl 21 og fór þá beint í bólið og sofnaði fljótlega enda orðin dauðþreytt eftir daginn og vikuna.
Ég skreið svo í bólið kl 23 enda alveg búin á því sjálf eftir vikuna.
Ástrós Erla skreið upp í rúm til mín um kl 23.30 og ég hugsaði með mér að Viðar myndi bara geta fært hana þegar að hann kæmi heim. Hún var eitthvað óróleg en róaðist eftir að vera búin að fara á klósettið og pissa smá. Stuttu seinna varð hún aftur óróleg og svo kl 00.30 byrjaði ballið...
Hún byrjaði að gubba eins og ég veit ekki hvað. Það fóru 2 gusur í hjónarúmið, 1 gusa á gólfið fyrir framan klósettið, 1 gusa á gólfið á klósettinu og restin í klósettið!!! Það varð bókstaflega allt útælt, svo ekki sé meira sagt. Eftir að hún var búin fór ég með hana í sitt rúm og svo hófust þrifin og skolunin á handklæðum og lökum. Ég hringdi í Viðar og lét hann vita en sagði honum að hann mætti vera rólegur ennþá. Þegar klukkan var orðin 01.30 þá byrjaði ballið aftur en sem betur fer fór allt í fötuna sem var komin við rúmið hennar. Ég hringdi svo í Viðar og bað hann að koma heim, sem hann gerði.

Við skriðum upp í rúm um kl 2 (um leið og Viðar kom heim) og sofnuðum. Kl 3 byrjaði Ástrós Erla aftur að gubba svo ég rauk aftur framúr og til hennar. Ég var varla komin upp í rúm aftur þegar að Viðar ákvað að það væri nú líklegast best að vera dóttur sinni til samlætis svo hann fór að æla líka...

Á þessum tímapunkti var ég ekki viss um það hvort ég ætti að hlæja eða gráta... Mér fannst þetta eiginlega vera komið nóg en þeim feðginum fannst það greinilega ekki. Ég auðvitað rauk á fætur til að hjúkra manninum mínum og ná í vatn fyrir hann og annað slíkt og koma honum svo í rúmið aftur.
Ástrós Erla skreið svo upp í rúm til okkar og um kl 5 bætti hún við einnu gusu sem fór að mestu í klósettið en líka smá á gólfið á leið á klósettið og smá í rúmið okkar. Fjölskyldan sofnaði svo og svaf til hálf 10, enda ekki vanþörf á eftir svona svakalega nótt.

Laugardeginum eyddum við svo bara í slappleika enda engin orka til í líkömum okkar eftir nóttina. Við misstum sem sagt af þessu geggjaða veðri sem var á laugardaginn.
Restin af helginni var samt tiltölulega róleg.

Við fórum í smá afmælisleiðangur í gær með Ástrós Erlu og mamma fékk að fljóta með.
Það styttist víst í afmælið hennar Ástrósar Erlu og við höfum ekki grænan grun um hvað við eigum að gefa barninu!!! Henni vantar ekki neitt sérstakt og hún á nóg af öllu þannig að við erum frekar tóm.

Annars þá var ég ansi dugleg að skrappa um helgina. Gerði 3 síður og er svo með 1 opnu sem er ekki alveg tilbúin en ég ætla að reyna að klára hana í kvöld ef ég hef orku til.

Over and out...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband