Smá blogg...

... Í tilefni dagsins Wink
Button er búin að vera veik undanfarna daga. Fékk svona svakalega í magann greyið og er bara búin að vera með niðurgang og skemmtilegheit á eldhúsgólfið undanfarnar nætur...Pinch
Ég sver það, eldhúsgólfið mitt hefur aldrei verið eins HREINT!!! Enda skúrað á hverjum einasta degi 3-4 daga í röð...
Við Ingunn vinkona kíktum með hana til dýralæknis í Garðabænum á laugardag og það kom í ljós að hún var með stíflaða endaþarmskirtla og þeir voru að valda þessuPouty
Hún fékk meðal, nýjan mat og fullt af hlýju og knúsi og henni er loksins batnað!!!
Farin að kúka eðlilegum kúk okkur til mikillar ánægju. Hver hefði trúað því að kúkur gæti verið svona merkilegur??? Og að eðlilegur kúkur gæti kætt mann svona mikið???
Ótrúlegt alveg.

strawberry-shortcakeVið fórum annars á Víðistaðatúnið í gær, í tilefni Þjóðhátíðardagsins LoL
Ástrós Erla fékk að fara í hoppukastala og svo fékk hún stórt sleikjósnuð og risastóra gasblöðru með Strawberry Shortcake stelpunni.
Núna svífur þessi risastóra blaðra um loftið í herberginu hjá dótturinni.
Við elduðum svo Mangóchutney kjúkling og hrísgrjón í kvöldmatinn a la Hulda. Held ég noti sjaldan jafnmargar kryddtegundir í matargerð eins og þegar ég er að elda þennan kjúklingarétt.

Viðar er farinn til Madrid.
Ég öfunda hann ekki lítið sko!!!
Hann fór í morgun og er væntanlegur aftur á föstudaginn. Vinnuferð að sjálfsögðu Wink
Alla jafna eru 3 menn sendir í svona ferðir en þar sem Icelandair er að spara þá er hann sendur einn en fær í hendurnar marga Checklista sem hann þarf að fá svör við, fyrir alla hina. Nóg að gera semsagt.
Hann flýgur til London og þaðan til Madrid. Verður á hóteli í nótt og svo á fundi á morgun. Og svo er áætlað að hann fljúgi semsagt heim á föstudaginn og ef veðrið verður gott þá skellum við okkur líklega eitthvað í útilegu bara LoL

Jæja, ég læt þetta dug í bili. Eins gott að maður vinni fyrir laununum sínum líka Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband