Afmælisbarn gærdagsins og fleira

IMG_20080622_9999_77Afmælisbarn gærdagsins er án efa hann Erling Óskar eða Elli eins og hann er kallaður í dag í daglegu tali.
Hann er semsagt yngsti bróðir minn af þessum 6 bræðrum sem ég á og hann er orðinn 16 ára!!!Wizard
Ég gleymi því ekki þegar að mamma sagði mér að hún væri aftur orðin ólétt, í 5. skiptið. Ég varð alveg snarbrjáluð og tilkynnti henni það að ef að þetta yrði enn einn strákurinn þá væri ég sko farin og hún gæti bara drullast til að passa kvikindið sjálf!!! Ég væri hætt að vera barnapían Devil
Svo fæddist þessi gullmoli og auðvitað rann mér reiðin og ég passaði hann og hjálpaði mömmu að ala hann upp og ég verð að segja það að ég gæti ekki verið stoltari af litla bróður.
Hann stundar nám við MH (kláraði 9. og 10. bekk saman í fyrra) á IB braut og kláraði árið núna með 9,44 í meðaleinkunn!!!

Hann gisti annars hjá mér í fyrrinótt og á meðan að hann fór í bíó með Erlu frænku á mánudagskvöldið, þá skellti ég í eina súkkulaðiköku og skellti svo á hana Betty Crocker kremi sem ég fann uppi í skáp. Ég fann 3 tegundir (súkkulaði, vanillu og karamellu) og notaði það á kökuna. 1/3 var með súkkulaðikremi, 1/3 með vanillukremi og 1/3 með karamellukremi. Svo var kakan skreytt með kókos, möndluflögum og hlaupböngsum Tounge
Ástrós Erla tilkynnti svo frænda sínum í gærmorgun að hann mætti ekki fara inn í eldhús og ég var fljót að leiðrétta það enda var kakan inni í geymslu.
Hann rauk inn í eldhús og kom svo vonsvikinn til baka:
"ohhh, ég var að vona að þið væruð búin að baka köku handa mér eða amerískar pönnukökur  í morgunmat."
Ég svaraði: "nei, þú færð bara ristað brauð eins og við hin."
Hann sagði: "ok, en áttu papriku?"
Ég: "nei, hún kláraðist í gær."
Svo laumaðist ég inn í eldhús, Viðar náði í kökuna og við settum á hana 4 kerti og kveiktum á þeim.
Fórum svo með kökuna inn í stofu til hans syngjandi afmælissönginn og hann gjörsamlega missti andlitið!!! Við náðum hönum algjörlega Wink
Og auðvitað varð hann alsæll og ánægður með súkkulaðiköku og ískalda mjólk í morgunmat Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband