Bómullarbrúðkaup (2.ára brúðkaupsafmæli)

Í gær áttum við Viðar 2. ára brúðkaupsafmæli, svokallað Bómullarbrúðkaup.
Ég velti því fyrir mér allan daginn hvað ég ætti að gefa bóndanum í tilefni dagsins, sem væri úr bómull!!! Mín besta og jafnframt hallærislegasta hugmynd, var að gefa honum viskastykki FootinMouth
En ég vissi að það myndi ekki falla í kramið svo ég var gjörsamlega hugmyndasnauð.
Þá kom Erla Anna, vinnufélagi minn, mér til bjargar!!! Kissing
Gefa manninum bómullarhandklæði Smile
Svo ég skellti mér í Rúmfatalagerinn eftir vinnu og keypti stórt, túrkisblátt baðhandklæði handa manninum!!! Fór svo í blómabúð og keypti rauða rós sem ég lét binda við handklæðið Wink
Það var ekki að sökum að spyrja að þetta sló í gegn InLove

Þegar ég kom heim beið eftir mér heitt bað og hvítvínsglas og ég kom ekki nálægt eldamennskunni. Ég hins vegar gekk frá matnum og svo fékk ég táslunudd síðar um kvöldið frá Viðari og Ástrós Erlu Heart

Hérna eru svo myndir frá brúðkaupsdeginum:

_MG_5884

_MG_5987srgb

_MG_6109srgb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh hvað það er gaman, í þau fáu skipti sem ég fæ góðar hugmyndir, að fá svona gott kredit fyrir það;)

Fallegar myndirnar, sérstaklega af skvísunni ykkar, virkilega falleg myndin af henni með hendina svona undir kinninni;) Þessi svipur er æði:)

En ég þarf greinilega að fá kallinn minn til að giftast mér ef maður á von á svona herlegheitum á brúðkaupsafmælunum, ekki smá lúxus;) *öfund* ;)

Erla Anna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband