Sumarfrí nálgast óðfluga

IMG_20080614_9999_9Já, nú fer heldur betur að styttast í sumarfrí!!!
Og ég get ekki annað sagt en að það sé mjög langþráð sumarfríBlush
Viðar er búinn að panta miða fyrir okkur út til Svíþjóðar á þriðjudaginn 1. júlí og heim aftur þann 8. júlí og svo verðum við bara að sjá til hvenær við komumst í loftið vegna verkfalls Flugumferðarstjóra.

Annars erum við þvílíkt fegin núna.
Eins og einhverjir vita sem lesa þetta blogg mitt, þá er Viðar starfsmaður Icelandair. Já, sama Icelandair og er að segja upp í stórum stíl starfsfólki sínu vegna samdráttar.
Viðar er flugstaðlasérfræðingur (flight standards specialist) og vinnur á skrifstofu yfirflugstjóra.
Hann og allir í hans deild halda vinnunni, sem betur fer.
Deildin er rekin á lágmarks mannskap nú þegar og því ekki hægt að segja neinum upp. Auk þess eru allir starfsmenn mjög sérhæfðir og því enginn sem gengur svo auðveldlega í störf þeirra.

Hundurinn Button hefur það fínt. Maginn kominn í lag og hún leikur við hvern sinn fingur!!!
Við héldum reyndar um daginn að hún væri komin með kvef en svo hnerraði hún á mánudagskvöldið og þá kom grasbútur út úr nefinu á henni!!!Woundering
Svo hún hafði greinilega tekið gras í nefið... Shocking

IMG_20080622_9999_75Annars dafnar Ástrós Erla eins og blóm í eggi þessa dagana!!!
Hún elskar sólina og góða veðrið og er bara í kjólum og pilsum á leikskólanum upp á hvern einasta dag núna.

Við fórum í sund á sunnudaginn og svona líka skaðbrunnum foreldrarnir en Ástrós Erla brosti bara sínu blíðasta, alsæl með að fara í sund og varð svo bara brún!!!GetLost
Þvílíkt óréttlæti, ég segi nú ekki annað!!!
Við erum að tala um það að við Viðar erum eins og ofsteiktir karfar á þurru landi og svo aum í öxlum að við gátum varla sofið aðfararnótt mánudagsins og það var sama hvað við settum á okkur, það var horfið inn í húðina áður en við vorum búin að klára að bera á okkur!!!
Já, þetta kennir okkur að bera á okkur vatnshelda sólarvörn áður en við förum næst í sund í sólinni!!!

Annars ætla ég að setja inn 2 myndir í portfolio myndamöppuna mína af blómi og lyngi. Tók blómamyndina á 17. júní og hina hérna eitthvert kvöldið þegar við fórum með Button í göngutúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband