Button farin og fjölskyldan miður sín...

IMG_20080722_9999Já, Button litla er farin frá okkur Crying

Á þriðjudagskvöldið kom Bjarni og Guðrún (konan sem á hana) og náðu í hana. Button varð ósköp glöð að sjá Guðrúnu og greinilegt að hún þekkti hana eitthvað. IMG_20080722_9999_2

Okkur er farið að þykja óendanlega vænt um þetta litla stýri, enda ekki annað hægt - hún er bara svo yndisleg.

Við erum búin að taka hana í mikla þjálfun, kenna henni að setjast og heilsa og venja hana af því að gelta á allt og alla. Ég segi það ekki að hún gelti nú ekki svo mikið en hún gelti á alla sem gengu framhjá húsinu og við náðum að venja hana af því, svona að mestu leyti.

 

IMG_20080722_9999_14Við meigum samt alltaf hafa samband við Guðrúnu og fá að hitta Button litlu og jafnvel fara með hana í göngutúra og svoleiðis og hver veit nema við eigum eftir að nýta okkur það. Þær voru orðnar svo miklir vinir, Button og Ástrós Erla og maður var orðinn svo vanur því að hún fylgdi manni til dyra þegar að maður fór í vinnuna á morgnana og fagnaði manni þegar að maður kom heim... InLove

IMG_20080722_9999_6Svo er engin Button sem biður mann um að henda bolta eða ná í bolta undir sófaborð og heldur engin Button sem legst til fóta hjá manni á kvöldin þegar maður fer upp í rúm. Já, þetta eru tómlegir dagar Errm

Ætli það endi ekki með því að við fáum okkur hund?! Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband