Jæja...
10.6.2008 | 13:11
... Er ekki kominn tími á smá blogg?
Ég er víst ekki eins dugleg við að blogga og ég hélt að ég myndi vera...
Vonandi batnar það með tímanum samt
Þar sem við búum í Hafnarfirði þá tókum við að sjálfsögðu þátt í 100 ára afmæli bæjarins!!!
Það var margt um manninn og nóg við að vera fyrir bæði unga sem aldna og ég held að allir sem hafi lagt leið sína í bæinn hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi
Við fórum í bæinn bæði á laugardeginum og á sunnudeginum og smökkuðum að sjálfsögðu á 100 metra löngu afmælistertunni og hún kom mér skemmtilega á óvart verð ég að segja. Fallega skreytt og ótrúlega bragðgóð kaka.
Ástrós Erla var alveg með á því að Hafnarfjörður ætti afmæli og var því klædd eins og Solla Stirða í tilefni dagsins:
Síðasta sunnudag fórum við svo með afa í sunnudagsbíltúr / ísbíltúr.
Við byrjuðum á því að fara með afa upp í Gufuneskirkjugarð að leiðinu hennar Huldu ömmu. Þaðan fórum við svo í Garðabæ til að kaupa ís og keyrðum svo út að Víðistaðavatni þar sem við fórum aðeins út og nutum góða veðursins (og roksins).
Þar tók ég þessa mynd af Viðari mínum, sem mér finnst bara nokkuð flott:
Á sunnudagskvöldið fékk ég svo símhringingu frá Ingunni vinkonu.
Hjá henni var stödd lítil Papillon tík (fiðrildahundur) sem heitir Button og greyið var því sem næst heimilislaus
Þar sem að við meigum ekkert aumt sjá þá ákváðum við að veita henni húsaskjól að minnsta kosti þangað til í byrjun júlí þegar að við förum út.
Hérna er mynd af henni Button:
Annars styttist í það að við förum til Svíþjóðar.
Það verður gaman að fara og hitta Mathias stóra bróður og eins Therese mágkonu en þau eru að fara að gifta sig þann 5. júlí næstkomandi
Þangað til næst.
Kveðja, Hulda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.