Skyldi ég hafa verið þreytt í morgun?

Ég vaknaði í morgun og var frekar þreytt og mygluð.
Ekkert nýtt svosem svo ég var ekkert að stressa mig neitt.
Gerði mig klára og vakti Ástrós Erlu og gerði hana klára líka.
Fór inn í eldhús til að borða og fyrsta hugsunin var:
"Mig langar ekki í Corn Flakes".
Svo ég ákvað að elda mér hafragraut.
Setti vatn og smá salt í pott. Fattaði svo þegar vatnið var að byrja að sjóða að ég hafði gleymt að setja haframjölið í pottinn út í vatnið þegar það var kalt.
Taldi það ekki koma að sök svo ég skellti haframjölinu út í og hrærði í.
Þegar grauturinn var tilbúinn setti ég hann á diskinn en fannst hann frekar lítill og aumingjalegur.
Smakkaði á honum og oj!!!! Hann smakkaðist eins og söltuð steinsteypa PinchPinchPinch
Ég hellti honum niður og ákvað að búa mér til aðra brauðsneið (var búin að smyrja eina með smjöri og osti). Náði í ostinn inn í ísskáp og tók hann úr plastpokanum, setti smjör á brauðið og setti svo ostinn aftur í pokann og gekk frá honum!!!Errm
Ég fór næstum því að grenja!!! Það gekk allt á afturfótunum hjá mér...
Þessu var snarlega reddað og ég skellti brauðsneiðinni ofan á hina brauðsneiðina og bjó til samlokuWink
Hún var svo borðuð í bílnum á leiðinni í vinnuna og ég er svo með peru til að borða í kaffinuLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

suma morgna ætti maður bara að skríða uppí aftur og halda áfram að sofa... eða amk langar mig oft til þess þegar að ég upplifi svona morgna 

Rannveig Lena Gísladóttir, 13.6.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband