Fór til læknis...
13.6.2008 | 15:16
... Og hann sagði allt ágætt bara...
Skjaldkirtillinn er í fínu lagi en sökkið var of hátt
"Hvað er sökk" spurði ég og fékk myndræna útskýringu og mjög flotta.
Sökkið virkar svona:
Blóð er sett í tilraunaglas. Svo er það látið standa í klukkutíma og á þeim tíma sökkva rauðu blóðkornin niður á botninn. Mismunurinn á blóðvökvanum og blóðkornanna er sökkið og ef það er of hátt þá getur verið að maður sé veikur á einhvern hátt.
Ég hef ekki verið veik en er alltaf með ógeðslegan hósta og þetta gæti tengst því.
Ég á því að fara á sýklalyfjakúr í 3 daga og svo í blóðprufu á næsta föstudag og ef sökkið verður aftur of hátt þá ætlar hann að setja mig á sterakúr!!!
Ég kemst að því á fimmtudaginn í þarnæstu viku, 26. júní en þá á ég tíma aftur hjá doksa.
Maður fer að hafa áhyggjur af því að yfirmaðurinn sé ekkert alltof hrifin af því að ég sé alltaf hjá lækni... Liggur við að maður skammist sín fyrir að vera alltaf að stinga svona af...
Vona bara að þetta verði til þess að hægt sé að komast að því hvað hrjáir mig... Ég er alltaf svo þreytt og slöpp eitthvað.
Niðurstaðan; ég er með heimilislækni sem gerir eitthvað og ætlar að finna hvað er að mér og það er alltaf bót í máli
Góða helgi og gerið eitthvað skemmtilegt í góða veðrinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.