Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Sumarfrí nálgast óðfluga
25.6.2008 | 11:14
Já, nú fer heldur betur að styttast í sumarfrí!!!
Og ég get ekki annað sagt en að það sé mjög langþráð sumarfrí
Viðar er búinn að panta miða fyrir okkur út til Svíþjóðar á þriðjudaginn 1. júlí og heim aftur þann 8. júlí og svo verðum við bara að sjá til hvenær við komumst í loftið vegna verkfalls Flugumferðarstjóra.
Annars erum við þvílíkt fegin núna.
Eins og einhverjir vita sem lesa þetta blogg mitt, þá er Viðar starfsmaður Icelandair. Já, sama Icelandair og er að segja upp í stórum stíl starfsfólki sínu vegna samdráttar.
Viðar er flugstaðlasérfræðingur (flight standards specialist) og vinnur á skrifstofu yfirflugstjóra.
Hann og allir í hans deild halda vinnunni, sem betur fer.
Deildin er rekin á lágmarks mannskap nú þegar og því ekki hægt að segja neinum upp. Auk þess eru allir starfsmenn mjög sérhæfðir og því enginn sem gengur svo auðveldlega í störf þeirra.
Hundurinn Button hefur það fínt. Maginn kominn í lag og hún leikur við hvern sinn fingur!!!
Við héldum reyndar um daginn að hún væri komin með kvef en svo hnerraði hún á mánudagskvöldið og þá kom grasbútur út úr nefinu á henni!!!
Svo hún hafði greinilega tekið gras í nefið...
Annars dafnar Ástrós Erla eins og blóm í eggi þessa dagana!!!
Hún elskar sólina og góða veðrið og er bara í kjólum og pilsum á leikskólanum upp á hvern einasta dag núna.
Við fórum í sund á sunnudaginn og svona líka skaðbrunnum foreldrarnir en Ástrós Erla brosti bara sínu blíðasta, alsæl með að fara í sund og varð svo bara brún!!!
Þvílíkt óréttlæti, ég segi nú ekki annað!!!
Við erum að tala um það að við Viðar erum eins og ofsteiktir karfar á þurru landi og svo aum í öxlum að við gátum varla sofið aðfararnótt mánudagsins og það var sama hvað við settum á okkur, það var horfið inn í húðina áður en við vorum búin að klára að bera á okkur!!!
Já, þetta kennir okkur að bera á okkur vatnshelda sólarvörn áður en við förum næst í sund í sólinni!!!
Annars ætla ég að setja inn 2 myndir í portfolio myndamöppuna mína af blómi og lyngi. Tók blómamyndina á 17. júní og hina hérna eitthvert kvöldið þegar við fórum með Button í göngutúr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmælisbarn gærdagsins og fleira
25.6.2008 | 09:19
Afmælisbarn gærdagsins er án efa hann Erling Óskar eða Elli eins og hann er kallaður í dag í daglegu tali.
Hann er semsagt yngsti bróðir minn af þessum 6 bræðrum sem ég á og hann er orðinn 16 ára!!!
Ég gleymi því ekki þegar að mamma sagði mér að hún væri aftur orðin ólétt, í 5. skiptið. Ég varð alveg snarbrjáluð og tilkynnti henni það að ef að þetta yrði enn einn strákurinn þá væri ég sko farin og hún gæti bara drullast til að passa kvikindið sjálf!!! Ég væri hætt að vera barnapían
Svo fæddist þessi gullmoli og auðvitað rann mér reiðin og ég passaði hann og hjálpaði mömmu að ala hann upp og ég verð að segja það að ég gæti ekki verið stoltari af litla bróður.
Hann stundar nám við MH (kláraði 9. og 10. bekk saman í fyrra) á IB braut og kláraði árið núna með 9,44 í meðaleinkunn!!!
Hann gisti annars hjá mér í fyrrinótt og á meðan að hann fór í bíó með Erlu frænku á mánudagskvöldið, þá skellti ég í eina súkkulaðiköku og skellti svo á hana Betty Crocker kremi sem ég fann uppi í skáp. Ég fann 3 tegundir (súkkulaði, vanillu og karamellu) og notaði það á kökuna. 1/3 var með súkkulaðikremi, 1/3 með vanillukremi og 1/3 með karamellukremi. Svo var kakan skreytt með kókos, möndluflögum og hlaupböngsum
Ástrós Erla tilkynnti svo frænda sínum í gærmorgun að hann mætti ekki fara inn í eldhús og ég var fljót að leiðrétta það enda var kakan inni í geymslu.
Hann rauk inn í eldhús og kom svo vonsvikinn til baka:
"ohhh, ég var að vona að þið væruð búin að baka köku handa mér eða amerískar pönnukökur í morgunmat."
Ég svaraði: "nei, þú færð bara ristað brauð eins og við hin."
Hann sagði: "ok, en áttu papriku?"
Ég: "nei, hún kláraðist í gær."
Svo laumaðist ég inn í eldhús, Viðar náði í kökuna og við settum á hana 4 kerti og kveiktum á þeim.
Fórum svo með kökuna inn í stofu til hans syngjandi afmælissönginn og hann gjörsamlega missti andlitið!!! Við náðum hönum algjörlega
Og auðvitað varð hann alsæll og ánægður með súkkulaðiköku og ískalda mjólk í morgunmat
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá blogg...
18.6.2008 | 10:46
... Í tilefni dagsins
Button er búin að vera veik undanfarna daga. Fékk svona svakalega í magann greyið og er bara búin að vera með niðurgang og skemmtilegheit á eldhúsgólfið undanfarnar nætur...
Ég sver það, eldhúsgólfið mitt hefur aldrei verið eins HREINT!!! Enda skúrað á hverjum einasta degi 3-4 daga í röð...
Við Ingunn vinkona kíktum með hana til dýralæknis í Garðabænum á laugardag og það kom í ljós að hún var með stíflaða endaþarmskirtla og þeir voru að valda þessu
Hún fékk meðal, nýjan mat og fullt af hlýju og knúsi og henni er loksins batnað!!!
Farin að kúka eðlilegum kúk okkur til mikillar ánægju. Hver hefði trúað því að kúkur gæti verið svona merkilegur??? Og að eðlilegur kúkur gæti kætt mann svona mikið???
Ótrúlegt alveg.
Við fórum annars á Víðistaðatúnið í gær, í tilefni Þjóðhátíðardagsins
Ástrós Erla fékk að fara í hoppukastala og svo fékk hún stórt sleikjósnuð og risastóra gasblöðru með Strawberry Shortcake stelpunni.
Núna svífur þessi risastóra blaðra um loftið í herberginu hjá dótturinni.
Við elduðum svo Mangóchutney kjúkling og hrísgrjón í kvöldmatinn a la Hulda. Held ég noti sjaldan jafnmargar kryddtegundir í matargerð eins og þegar ég er að elda þennan kjúklingarétt.
Viðar er farinn til Madrid.
Ég öfunda hann ekki lítið sko!!!
Hann fór í morgun og er væntanlegur aftur á föstudaginn. Vinnuferð að sjálfsögðu
Alla jafna eru 3 menn sendir í svona ferðir en þar sem Icelandair er að spara þá er hann sendur einn en fær í hendurnar marga Checklista sem hann þarf að fá svör við, fyrir alla hina. Nóg að gera semsagt.
Hann flýgur til London og þaðan til Madrid. Verður á hóteli í nótt og svo á fundi á morgun. Og svo er áætlað að hann fljúgi semsagt heim á föstudaginn og ef veðrið verður gott þá skellum við okkur líklega eitthvað í útilegu bara
Jæja, ég læt þetta dug í bili. Eins gott að maður vinni fyrir laununum sínum líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór til læknis...
13.6.2008 | 15:16
... Og hann sagði allt ágætt bara...
Skjaldkirtillinn er í fínu lagi en sökkið var of hátt
"Hvað er sökk" spurði ég og fékk myndræna útskýringu og mjög flotta.
Sökkið virkar svona:
Blóð er sett í tilraunaglas. Svo er það látið standa í klukkutíma og á þeim tíma sökkva rauðu blóðkornin niður á botninn. Mismunurinn á blóðvökvanum og blóðkornanna er sökkið og ef það er of hátt þá getur verið að maður sé veikur á einhvern hátt.
Ég hef ekki verið veik en er alltaf með ógeðslegan hósta og þetta gæti tengst því.
Ég á því að fara á sýklalyfjakúr í 3 daga og svo í blóðprufu á næsta föstudag og ef sökkið verður aftur of hátt þá ætlar hann að setja mig á sterakúr!!!
Ég kemst að því á fimmtudaginn í þarnæstu viku, 26. júní en þá á ég tíma aftur hjá doksa.
Maður fer að hafa áhyggjur af því að yfirmaðurinn sé ekkert alltof hrifin af því að ég sé alltaf hjá lækni... Liggur við að maður skammist sín fyrir að vera alltaf að stinga svona af...
Vona bara að þetta verði til þess að hægt sé að komast að því hvað hrjáir mig... Ég er alltaf svo þreytt og slöpp eitthvað.
Niðurstaðan; ég er með heimilislækni sem gerir eitthvað og ætlar að finna hvað er að mér og það er alltaf bót í máli
Góða helgi og gerið eitthvað skemmtilegt í góða veðrinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skyldi ég hafa verið þreytt í morgun?
13.6.2008 | 09:04
Ég vaknaði í morgun og var frekar þreytt og mygluð.
Ekkert nýtt svosem svo ég var ekkert að stressa mig neitt.
Gerði mig klára og vakti Ástrós Erlu og gerði hana klára líka.
Fór inn í eldhús til að borða og fyrsta hugsunin var:
"Mig langar ekki í Corn Flakes".
Svo ég ákvað að elda mér hafragraut.
Setti vatn og smá salt í pott. Fattaði svo þegar vatnið var að byrja að sjóða að ég hafði gleymt að setja haframjölið í pottinn út í vatnið þegar það var kalt.
Taldi það ekki koma að sök svo ég skellti haframjölinu út í og hrærði í.
Þegar grauturinn var tilbúinn setti ég hann á diskinn en fannst hann frekar lítill og aumingjalegur.
Smakkaði á honum og oj!!!! Hann smakkaðist eins og söltuð steinsteypa
Ég hellti honum niður og ákvað að búa mér til aðra brauðsneið (var búin að smyrja eina með smjöri og osti). Náði í ostinn inn í ísskáp og tók hann úr plastpokanum, setti smjör á brauðið og setti svo ostinn aftur í pokann og gekk frá honum!!!
Ég fór næstum því að grenja!!! Það gekk allt á afturfótunum hjá mér...
Þessu var snarlega reddað og ég skellti brauðsneiðinni ofan á hina brauðsneiðina og bjó til samloku
Hún var svo borðuð í bílnum á leiðinni í vinnuna og ég er svo með peru til að borða í kaffinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja...
10.6.2008 | 13:11
... Er ekki kominn tími á smá blogg?
Ég er víst ekki eins dugleg við að blogga og ég hélt að ég myndi vera...
Vonandi batnar það með tímanum samt
Þar sem við búum í Hafnarfirði þá tókum við að sjálfsögðu þátt í 100 ára afmæli bæjarins!!!
Það var margt um manninn og nóg við að vera fyrir bæði unga sem aldna og ég held að allir sem hafi lagt leið sína í bæinn hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi
Við fórum í bæinn bæði á laugardeginum og á sunnudeginum og smökkuðum að sjálfsögðu á 100 metra löngu afmælistertunni og hún kom mér skemmtilega á óvart verð ég að segja. Fallega skreytt og ótrúlega bragðgóð kaka.
Ástrós Erla var alveg með á því að Hafnarfjörður ætti afmæli og var því klædd eins og Solla Stirða í tilefni dagsins:
Síðasta sunnudag fórum við svo með afa í sunnudagsbíltúr / ísbíltúr.
Við byrjuðum á því að fara með afa upp í Gufuneskirkjugarð að leiðinu hennar Huldu ömmu. Þaðan fórum við svo í Garðabæ til að kaupa ís og keyrðum svo út að Víðistaðavatni þar sem við fórum aðeins út og nutum góða veðursins (og roksins).
Þar tók ég þessa mynd af Viðari mínum, sem mér finnst bara nokkuð flott:
Á sunnudagskvöldið fékk ég svo símhringingu frá Ingunni vinkonu.
Hjá henni var stödd lítil Papillon tík (fiðrildahundur) sem heitir Button og greyið var því sem næst heimilislaus
Þar sem að við meigum ekkert aumt sjá þá ákváðum við að veita henni húsaskjól að minnsta kosti þangað til í byrjun júlí þegar að við förum út.
Hérna er mynd af henni Button:
Annars styttist í það að við förum til Svíþjóðar.
Það verður gaman að fara og hitta Mathias stóra bróður og eins Therese mágkonu en þau eru að fara að gifta sig þann 5. júlí næstkomandi
Þangað til næst.
Kveðja, Hulda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)